Algengar spurningar (FAQ)

Ég var búinn að setja inn texta en hann hvarf, hvernig kem ég í veg fyrir það?

Það er mikilvægt að klikka með músinni einhvers staðar annars staðar á síðunni þegar þú ert búin/n að skrifa textann svo að hann vistist. Ef þú ferð beint á aðra síðu án þess að gera það þá tapast textinn.

  • Almennt

  • Síður og flokkar

  • Ég vil hafa aðra flokka í valmyndinni á síðunni minni, hvernig stjórna ég því?

    Þú stjórnar valmyndinni (e. menu) á síðunni þinni með því að ýta á vefsíður. Þar geturðu breytt uppröðun, bætt við og eytt út síðum.

  • Hvað geri ég í vefsíður?

    Þar býrðu til undirsíðurnar/flokkana sem birtast í valmyndinni á síðunni þinni.

    Þegar þú stofnar síðu færðu sjálfkrafa nokkrar undirsíður sem eru algengar. Þú getur notað þær, breytt þeim eða eytt þeim. Þú getur líka búið til fleiri og svo geturðu endurraðað þeim.

     

    Til að búa til nýja undirsíðu: Ýtirðu á bláa takkann í vefsíður (búa til nýja vefsíðu). Þá geturðu valið hvernig þú vilt hafa nýju síðuna uppsetta. Ef þú ert ekki viss geturðu byrjað með eitthvað og svo breytt því seinna í hönnun/sniðmát.

    Svo er að breyta titlinum úr tóm síða í það sem undirsíðan á að heita og ýta á vista (þú þarft ekki að breyta neinu öðru nema þú viljir). Ef nýja síðan lendir á vitlausum stað geturðu dregið hana til í veftrénu vinstra megin. 

     

    Til að eyða undirsíðu sem þú vilt ekki nota: Veldu hana í veftrénu og ýttu á eyða (eða ef þú vilt geyma hana geturðu tekið hakið úr sýnileg og þá sést hún ekki).

     

    Til að breyta nafni á undirsíðu : Veldu hana í veftrénu vinstra megin og skrifaðu nýjan titil og ýttu á vista.

     

    Til að breyta uppröðun: Ferðu í vefsíður og dregur síðurnar til í veftréinu. Athugaðu að ef þú vilt hafa þær allar í valmyndinni á síðunni þinni þá þarftu að setja þær í beina línu. Þær sem lenda undir öðrum síðum sjást ekki í valmynd heldur verða undirsíður undirsíðunnar ef svo má að orði komast. Sem getur líka verið gagnlegt en þá þarf að búa til hlekk á síðunni sem sést í valmynd sem vísar á undirsíðuna. Dæmi um notkun á svona undirundirsíðum: Starfsmannalisti í Um okkur síðu.

  • Hvernig bý ég til nýja síðu?

    Þú ferð í Vefsíður og ýtir á Búa til nýja vefsíðu. Svo skrifarðu titil og vistar. Þú getur dregið síðurnar til og raðað þeim eftir því sem þú þarft. Græna strikið sýnir þér hvað þær lenda áður en þú sleppir.

  • Hvernig bý ég til undirsíðu og tengi við aðra síðu?

    Þú býrð til síðu alveg eins og venjulega en raðar henni svo undir aðra síðu í veftrénu vinstra megin.  Þá kemur hún undir hina síðuna í valmyndinni á síðunni þinni.

  • Hvernig eyði ég út síðu?

    Þú ferð í Vefsíður og velur þá sem þú vilt losna við og ýtir á Eyða.

  • Hvernig raða ég valmyndinni á síðunni minni?

    Þú ferð í vefsíður og dregur síðurnar til í veftréinu. Athugaðu að ef þú vilt hafa þær allar í valmyndinni á síðunni þinni þá þarftu að setja þær í beina línu. Þær sem lenda undir öðrum síðum sjást ekki í valmynd heldur verða undirsíður. Sem getur líka verið gagnlegt td sem starfsmannalisti í Um okkur síðu.

  • (Gamla kerfið) Blogg

  • Af hverju get ég ekki paste-að þegar ég er að skrifa blogg ?

    Lausn á þessu er einföld.

    Haltu inni CTRL og ýttu svo á V - það er flýtileið á "paste" aðgerðina í windows.

  • Af hverju get ég ekki ýtt á broskallinn eða setja inn myndir af 123.is ?

    Það er vegna svokallaðra "pop-up" blokkara, þeir stoppa 123.is í að opna "pop-up" sem eru nauðsynlegir svo hægt sé að velja broskarla/myndir.

    Lausn 1:
    Finna "pop-up" blokkara forritið og neyða það til að leyfa "pop-ups" á 123.is .

    Lausn 2:
    Haltu inni CTRL á meðan þú ýtir á takkann.

  • Ég get ekki lagfært bloggfærslur eftir að ég hef vistað þær,breytingarnar koma ekki í gegn.

    Vafrinn í tölvunni sem þú notar - hann geymdi síðuna í "flýtivali" (Cache) og fattaði ekki að síðan var búin að uppfærast.
    Góð leið til að neyða vafrann til að uppfæra síðuna er að halda inni CTRL takkanum og ýta á F5.

  • Bilað?

  • Breytingarnar sem ég var búinn að gera sjást ekki og síðan er eins og frosin, hvað get ég gert?

    Prófaðu að endurhlaða síðuna (ýttu á refresh í vafranum). Ef það virkar ekki hafðu þá samband við hjalp@einfalt.is.

  • Ég var búinn að setja inn texta en hann hvarf, hvernig kem ég í veg fyrir það?

    Það er mikilvægt að klikka með músinni einhvers staðar annars staðar á síðunni þegar þú ert búin/n að skrifa textann svo að hann vistist. Ef þú ferð beint á aðra síðu án þess að gera það þá tapast textinn.

  • (Gamla kerfið) Teljarinn

  • Hvernig á maður að skilja hvað þetta þýðir á teljaranum ?

    Teljarinn á 123.is telur einkvæma gesti per dag,þ.e sama IP talan er ekki talin með þann daginn,en er talin sem 2 einstakir gestir á 2 dögum. Teljarinn telur einnig flettingar, í hvert skipti sem gestur flettir einhverri síðu þá hækkar þessi tala um 1.

  • Útlit og hönnun

  • Hvernig breyti ég útliti síðunnar?

    Þú ferð í Hönnun og velur eitt þema í Breyta um útlit. Þú getur alltaf skipt um þema seinna og efnið sem þú ert með á síðunni fylgir með. 

    Einnig er hægt að hafa áhrif á útlit síðunnar í Breyta bakgrunni, breyta letri og litaskema.

  • Hvernig losna ég við hausmyndina?

    Þú getur breytt stærðinni á hausmyndinni eða tekið hana alveg út ef þú vilt. Þá ferðu í Vefsíður og velur þá síðu sem þú ætlar að breyta hausmyndinni á. Svo velurðu stærðina (bláu og hvítu kassarnir) og ýtir á vista. Athugaðu að ef þú vilt hafa allar síðurnar með eins hausmynd þá þarftu að gera þetta fyrir hverja og eina.

  • Hvernig set ég inn logo?

    Þú dregur efniseininguna Logo þangað sem þú vilt staðsetja það. Svo ýtirðu á græna blýantinn í vinstra horninu. Þú getur valið að hafa logoið texta eða mynd.

  • Hvernig veit ég hvernig aðrir sjá síðuna mína?

    Þú getur alltaf skoðað hvernig síðan þín lítur út fyrir öðrum með því að velja new incognito window í vafranum þínum og slá inn slóðina þína (nafniðsemþúvaldir.einfalt.is )

    Ef þú kannt ekki á incognito window þá geturðu ýtt á hætta í valmyndinni og þá útskráistu og getur svo skoðað síðuna.

  • Hvernig virkar hönnun valmyndin?

    Breyta um útlit stjórnar heildarútliti síðunnar, þú velur eitt þema og svo geturðu breytt ýmsum atriðum.

    Breyta um sniðmát síðu segir til um uppbyggingu, þú getur skipt síðu á marga vegu og haft efnið í mismunandi uppröðun. Athugaðu að þú getur haft hverja undirsíðu í mismunandi sniðmáti. Ein undirsíðan er kannski með fyrsta sniðmátinu sem er alveg óskipt og svo kannski bara með texta. Önnur getur verið í mörgum hólfum og mynd eða texti í hverju hólfi.

    Breyta bakgrunni gefur þér tækifæri til að setja inn þína eigin mynd eða velja lit eða mynstur í bakgrunn síðunnar. Um að gera að prófa sig áfram og fikta.

    Breyta letri: þar færðu upp kassa með valmynd vinstra megin og svo stillingum hægra megin. Þú getur haft mismunandi letur og leturstærðir á hverjum stað, td fyrirsagnir, texti osfrv.

    Litaskema: Þá kemur upp litil valmynd með tvískiptum kössum í ýmsum litasamsetningum. Sá til vinstri stjórnar litnum á síðunni og sá til hægri litnum á efninu.

  • Hvernig virkar sniðmát?

    Breyta um sniðmát síðu segir til um uppbyggingu (layout á ensku), þú getur skipt síðu á marga vegu og haft efnið í mismunandi uppröðun. Byrjaðu á að fara á þá síðu sem þú ætlar að vinna með og ýttu á sniðmát í valmyndinni. Svo þarftu að ákveða hvaða sniðmát hentar því sem þú ætlar að gera, þú þarft eitt hólf fyrir hverja efniseiningu.  Athugaðu að þú getur haft hverja undirsíðu í mismunandi sniðmáti. 

    Ef tilbúnu sniðmátin hentar þér ekki geturðu notað bláu línuna sem birtist á síðunni þegar þú ferð hægt með músinni yfir. Þannig geturðu bætt við eins mörgum röðum og þú þarft og stjórnað sjálf/ur hversu marga dálka hver röð hefur (og þar með hólfunum).

  • Sniðmátin henta ekki fyrir það sem ég vil gera

    Þá geturðu bætt við línu sjálf/ur og valið hvað hún skiptist í marga dálka.

    Þegar þú ferð með músina rólega á milli efniseininganna á síðunni þinni þá birtist blá lína með blýanti í miðjunni. Ef þú ýtir á hann þá geturðu bætt við röð þar sem bláa línan er. Þú velur hvað röðin á að vera mörg hólf (dálkar) og ýtir á bæta við röð. Þú getur líka eytt út röðum sem þú þarft ekki að nota með því að nota bláu línuna.

  • Lén og tölvupóstur

  • Hvað get ég haft mörg tölvupóstföng?

    10 eru innifalin, hafðu samband ef þú þarft fleiri.

  • Hvernig tengi ég lénið mitt við síðuna?

    Hafðu samband við hjalp@einfalt.is og við gerum það fyrir þig.

  • Setja inn efni

  • Ég var búin/n að setja inn texta en hann vistaðist ekki.

    Það er nauðsynlegt að klikka með músinni út úr textaboxinu þegar maður er búinn að setja inn texta. Þetta þarf að gera áður en maður fer á aðra síðu til að textinn vistist.

  • Ég vil losna við sjálfgefnu efniseiningarnar, hvernig geri ég það?

    Þegar þú stofnar síðu þá færðu uppástungur um hvar er sniðugt að setja inn myndir/texta. Þ.e. það er búið að setja inn textabox og myndabox sem þú getur fyllt í með efni. Þú skalt eyða þeim sem þú ætlar ekki að nota með því að setja bendilinn yfir boxið og þá birtist rautt x í hægra horninu sem eyðir einingunni.

  • Hvernig set ég inn efni?

    Þú ýtir á Efni hnappinn í valmyndinni efst. Svo þarftu að ákveða hvaða síðu þú vilt setja efni á með því að velja hana. Svo ákveðurðu hvernig uppsetning efnisins á að vera með því að breyta sniðmáti í hönnun.

    Ef þú vilt losna við eitthvað af sjálfgefna efninu sem er fyrir geturðu eytt því sem þú vilt losna við með því að færa bendilinn yfir það og þá birtist rautt x.

     

    Svo velurðu hvers konar efni þú vilt setja inn. Þú ert með valmynd yfir einingar uppi og hún er stillt á algengt. Þú getur skoðað fleiri einingar sem eru í boði með flettiglugganum. 

    Til að nota einingarnar dregurðu þær með músinni og sleppir þeim þar sem þú vilt hafa þær (drag´n´drop). Þú ætlar td að setja inn texta: þá dregurðu textaeininguna og færir hana til þar til þú ert sátt/ur við staðsetninguna. Þú sérð hvar hún er að fara að lenda því hólfin breyta lit. Hólfin sem þú valdir með sniðmátinu. 

    Ef eining lendir á vitlausum stað er ekkert mál að eyða henni og byrja aftur. Settu bendilinn yfir eininguna og þá kemur rautt x í hægra hornið. Ýttu á það og þá geturðu eytt einingunni.

     

    Ef einingin er á réttum stað þá seturðu bendilinn yfir hana þar til þú sérð græna blýantinn í vinstra horninu. Ýttu á hann og þá færðu upp valmynd sem á að leiða þig áfram. 

    Athugaðu að þegar þú ert búin/n að setja inn einingu úr valmyndinni þá sést hún á síðunni þinni þó það sé ekkert efni í henni. Þess vegna þarftu að eyða þeim einingum sem þú ætlar ekki að setja neitt efni inn í.

  • Hvernig set ég inn myndir?

    Byrjaðu á að ákveða á hvaða síðu myndin/myndirnar eiga að fara og farðu á þá síðu. Svo velurðu uppsetningu síðunnar með því að breyta sniðmáti. Svo dregurðu efniseininguna sem þú vilt nota (mynd/margar myndir) þangað sem þú vilt staðsetja hana og sleppir. Ef þú ert bara að setja inn eina mynd þá klikkarðu á plúsinn sem birtist og þá kemur upp valmynd. Þú velur mynd úr tölvunni þinni og ýtir á vista og loka. Ef þú ætlar að hafa margar myndir þá ýtirðu á bæta við fleiri myndum og þá kemur upp valmynd. Þú ýtir á Bæta við skrám og velur þær sem þú vilt nota úr tölvunni þinni (til að velja margar í einu geturðu haldið niðri ctrl takkanum á pc/ command á mac á lyklaborðinu á meðan þú velur). Þegar þú ert komin/n með þær myndir sem þú vilt hafa þá ýtirðu á Byrja. Ef þú vilt breyta því hvernig þær birtast þá geturðu ýtt á græna blýantinn efst í vinsta horninu. Ef þú vilt setja texta við þær þá ýtirðu á græna blýantinn og svo á breyta myndum. Þar geturðu líka raðað þeim með því að draga þær til og frá.

  • Hvernig set ég inn texta?

    Byrjaðu á að ákveða á hvaða síðu textinn á að fara og farðu á þá síðu. Svo velurðu uppsetningu síðunnar með því að breyta sniðmáti. Svo dregurðu efniseininguna sem þú vilt nota (texti/texti með mynd) þangað sem þú vilt staðsetja hana og sleppir.  Klikkaðu svo einhvers staðar inn í kassann og þá geturðu skrifað texta. Þegar þú ert búin/n að skrifa textann og breyta honum eins og þú vilt hafa hann með því að nota stikuna sem birtist efst þá þarftu að klikka með músinni einhvers staðar annars staðar á síðunni áður en þú ferð á aðra síðu. Það er til þess að textinn vistist.

  • Um einfalt.is

  • Hver á einfalt.is?

    Það er 123.is ehf sem á og rekur einfalt.is.

    123.is er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 2005.

  • Verð og greiðslur

  • Ég næ ekki að borga árgjaldið á réttum tíma, eyðist þá síðan mín?

    Ef árgjaldið er ekki greitt þá lokast síðan en gögnin eru geymd í 2 ár. Eftir það er þeim eytt. Ef þú vilt opna síðuna innan þess tíma þá er bara að greiða árgjaldið og senda okkur kvittun úr heimabanka með nafni síðunnar og við opnum hana.  Athugaðu að ef þú ert með lén og borgar ekki af því þá gæti það verið selt til einhvers annars.

  • Get ég skipt upp árgjaldinu?

    Já, þú getur greitt mánaðargjald í stað árgjalds. Það eru 1990 kr á mánuði plús vsk. Þeir sem greiða í einu lagi árgjald fá afslátt þannig að það er ódýrara.  Til að greiða mánaðargjald þarf að greiða með kreditkorti.

  • Hvað kostar einfalt.is?

    Árgjaldið er 19990 plús vsk. Innifalið í því er einfalt.is heimasíðukerfið, hýsing á heimasíðunni og tölvupósti. Ef þú vilt hafa þitt eigið lén þá þarftu að borga árgjald fyrir það líka (td Isnic fyrir .is lén)

  • Hvernig greiði ég árgjaldið?

    Þú getur millifært á okkur. Reikningsnúmerið er: 0701-26-12300  kt: 641005-1340  (123.is ehf eigandi einfalt.is) Endilega skrifaðu nafn síðunnar í skýringu.  Hafðu samband á hjalp @einfalt.is ef þú vilt greiða með kreditkorti.

  • (Gamla kerfið) Myndir og myndaalbúm

  • Af hverju virkar ekki að setja inn myndir með forritinu ?

    Það get verið nokkrar ástæður fyrir því

    Spurning 1:

    Ertu með kveikt á einhverjum eldveggi ? (t.d. Windows Firewall)

    Ef já, þá er mjög líklegt að hann blokkeri tenginu forritsins við vefþjón 123.is, það þarf að slökkva á eldveggjum áður en reynt er að setja inn gögn á 123.is með forritinu.

     

    Spurning 2:

    Ertu með Nortone Internet Security guard ?

    Ef já, þá blokkerar hann ávallt 123.is forritið og þarf að slökkva á honum til að forritið virki.

     

    Spurning 3:

    Ertu búin/n að ná í nýjustu útgáfuna af Netalbúminu?

    Ef ekkert virkar þá gæti verið sniðugt að henda forritinu út og ná í það til að vera viss um að rétt útgáfa sé í notkun. Hægt er að ná beint í forritið á slóðinni admin.123.is/setup/setup.exe

     

  • Enn í vandræðum með að koma inn myndum,hvað geri ég þá?

    1. Uninstallaðu 123-netalbúm.exe (Program files-123.is-Netalbúm-Uninstall)
    Keyrðu það alveg í gegn.
     
    2. Farðu í
    c:\document and settings\##notandi##\local settings\Temp
    það þarf að eyða þessari möppu, veldu hana og gerðu "Delete" - ef það virkar ekki - endurræstu tölvuna og reyndu aftur
     
    ##notandi## er notandanafnið þitt í Windows XP, sérð það ef þú ýtir á start takkann þá er það efst í þeirri rönd
     
    3. Settu inn 123-netalbúm.exe aftur og prófa svo....
  • Er hægt að breyta um upphafsmynd á albúmum?

    Já,það er hægt að endurraða myndunum og þannig ákveðið hvaða mynd er nr.1. Það er gert með því að fara inn í albúmið og ýta á Raða myndum í albúmi.

  • Er þetta besti staðurinn til að geyma myndirnar sínar

    Grunnáskriftin er hugsuð aðallega til að birta myndir á netinu, ekki til að geyma þær. En öryggi gagna sem sett eru inn á 123.is eru tryggð með öflugu tölvukerfi og í september munum við byrja með nýja þjónustu sem gerir fólki kleift að geyma myndirnar í fullum gæðum í kerfinu.

  • Hvernig get ég eytt myndum á heimasíðunni minni ?

    Þú getur eytt myndum inni í stjórnkerfinu, admin.123.is. Þú ferð í Myndir og myndbönd->Skoða myndaalbúm og þar flettirðu upp albúminu sem um ræðir. Þegar inn í albúmið er komið geturðu annað hvort valið að Eyða albúmi í heild sinni, eða valið einstakar myndir og smellt á Eyða völdum myndum.

  • Villa við að setja inn myndir Could not find file

    Þetta gerist þegar forritið hefur ekki aðgang að skránum sem eru valdar.

    Best er að búa til möppu sem heitir t.d. c:\Myndir123\2010-08-08_TivoliFerd\ og setja myndirnar í þá möppu fyrst.

    Velja svo í forritinu að setja inn heila möppu.

    Þá ætti þessi villa ekki að koma upp.

  • (Gamla kerfið) Um fyrirtækið

  • Hver er stefna 123.is

    Að vera heildarlausn, þar sem fólk getur sett inn bloggið sitt, myndirnar sínar, myndböndin sín og tengiliði sína. 123.is mun aldrei vera með auglýsingar á síðum notanda sinna.

  • Hver rekur 123.is

    123.is ehf rekur 123.is. upplýsingar á rsk.is
    kennitala: 641005-1340
    vsk númer: 88286
    stofnað: 1. nóvember 2005

    Eignarhald
    Fyrirtækið í er í einkaeigu og tengist engum öðrum fyrirtækjum.

    Hafa samband
    Hægt er að hafa samband við okkur á netfanginu hjalp@123.is eða í síma 499 3123 á símatímum,sem eru alla virka daga á milli kl.14 og 16.

  • (Gamla kerfið) Ýmislegt

  • Ég var að skipta um prófílmynd en hún kemur ekki inn.Hvað er að?

    Það þarf bara að halda inni CTRL og ýta á F5 - þá kemur þetta inn rétt.
    Þegar þú eyðir út mynd og setur inn aðra - þá vistar 123.is þá mynd með sama nafni og gömlu og þá heldur vafrinn að það sé gamla myndin.

  • Er hægt að skipta um notandanafn?

    Já,þú getur skipt um notendanafn(sem er þá einnig slóðin á síðuna) sjálf/ur. Þá ferðu í Stillingar og ýmsar aðgerðir->Reikningurinn þinn og þar er dálkur til að breyta notendanafninu.

  • Get ég fært albúm frá einni 123.is síðu yfir á aðra?

    Nei en við getum gert það fyrir þig. við þurfum bara að vita hvaða albúm um ræðir,frá hvaða síðu á að taka þau og á hvaða síðu þau eiga að fara.

  • Get ég sett tónlist undir á síðuna mína?

    Eins og er best að setja mp3 lög sem skrár (undir skrár þ.e.) og vísa svo í skrárnar frá /files/ síðunni.
    Einnig er hægt að fá spilara frá utanaðkomandi síðum(t.d www.playlist.com) og setja hann inn í HTML-box í Síðuhlutunum.
    En einnig er á döfinni að vera með sérstakan tónlistarspila.

  • Styður 123.is RSS

    Já, 123.is styður RSS 2.0 fyrir blogghluta vefsins. Aðeins útgáfu 2.0 af þeim staðli eins og stendur.

  • Byrjunarleiðbeiningar

  • Á hverju er best að byrja?

    Þegar þú ert búin/n að stofna síðu ferðu inn beint inn á hana og þú getur farið að að ákveða útlit og uppbyggingu síðunnar.  

    Valmyndin er efst á síðunni. Ef þú ferð í hönnun geturðu stjórnað útliti síðunnar en ef þú vilt byrja á uppbyggingunni þá ferðu í vefsíður. Svo þarftu að setja inn efnið.

  • Ég er búin/n að stofna síðu en kemst ekki inn á hana.

    Sennilega hefurðu stofnað aðra síðu á sama nafni. Eftir nýskráninguna þarf að skrá sig inn með því að ýta á Innskráning efst í hægra horninu á einfalt.is. 

  • (Gamla kerfið) Kostnaður

  • 2. Hvernig greiði ég fyrir þjónustuna ?

    Hægt er að greiða á tvenna vegu:

    Greiða beint inn á bankareikning:
    Eigandi reiknings: 123.is ehf
    Reikningur: 1155-15-041241
    Kennitala: 6410051340
    Gott er að senda kvittun á
    service@123.is ef greitt er í gegnum heimabanka og tilgreina notandanafn.

    Greiða með greiðslukorti:
    Notendur skrá sig inn í
    stjórnkerfi 123.is og ýta á "Borga aðgang: Kreditkort", og setja inn þar viðeigandi upplýsingar.
    Síðan er dulkóðuð með 128 bita SSL lykli.

    Ef þetta hentar ekki geturðu hringt í neðangreint símanúmer og gefið upp greiðslukortaupplýsingar.
     

  • 3. Af hverju kostar þessi þjónusta, það er fullt af síðum sem gefa þessa þjónustu.

    Að halda úti vefsíðu sem 123.is kostar hýsingu og vinnu við síðuna, flestir aðilar sem gefa þjónustuna fá inn tekjur af auglýsingum á síðum notenda - sem er eitthvað sem 123.is mun aldrei gera.

    Þessu gjaldi hefur verið stillt í hóf og er ætlað að greiða fyrir tölvubúnað, hýsingu 123.is og vinnu sem myndast við rekstur síðunnar.

  • 4. Þarf maður að borga árlega, hvað græðir maður á því ?

    Já, árgjaldið er 2.990 kr. og á hverju ári stækkar plássið sem þú hefur um 1GB (1024mb).

    Ástæða þess er að kostnaður fyrirtækisins er árlegur, hýsing og endurnýjun tölvubúnaðar og auðvitað viðhald á kerfinu (forritun við nýjungar).

  • Getur maður tekið sér hvíld í heilt ár

    Já, þá frystum við aðganginn það árið, en þú þarft að virkja hann innan 1 árs annars er honum eytt.


Kennitala: 559023-6526 (LibraKron AB)
Netfang: hjalp@123.is
Picture of Iceland © Larus Sigurdarson