Saga Kyrjukórsins


Kvennakór Þorlákshafnar var stofnaður 21. október 1998 og var kórstjóri Anna Sigurbjörnsdóttir. Á annari æfingu var kosin fyrsta stjórnin:
Formaður Edda Laufey Pálsdóttir, gjaldkeri Brynja Bárðardóttir, ritari Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir, nótnaverðir voru Herdís Einarsdóttir og Halla Kjartansdóttir.
Á fyrsta stjórnarfundi komu fram tillögur um nafn s.s. Kyrjukórinn, Öldurnar og Eddukór en ekki náðist samstaða á þeim fundi og var afgreiðslu frestað. Umræður um nafn á kórinn fóru aftur fram á æfingu 10. mars 1999 og voru konur beðnar um að koma með tillögu á næstu æfingu þann 17. mars. Nokkrar skemmtilegar tillögur bárust, t.d. Öldukórinn, Öldurnar, Kyrjukórinn, Freyjurnar, Sokkabandasystur, Skötukórinn og Silkikórinn. Kosið var um 3 nöfn, Öldurnar, Kyrjukórinn og Sokkabandasystur. Atkvæði féllu þannig að  Kyrjukórinn hlaut 9 atkvæði, Öldurnar 6 og Sokkabandasystur 2 atkvæði. Ákveðið var að kórinn bæri nafnið Kyrjukórinn. Fjölskyldukvöld var haldið 7. apríl 1999 kl. 21 í Þorlákskirkju og söng kórinn þá í fyrsta skipti fyrir áheyrendur sem voru fjölskyldur kvenna í kórnum ásamt vinum og boðsgestum.
Þann 31. ágúst 1999 var Kristín Sigfúsdóttir ráðin kórstjóri kórsins en Fyrstu opinberu og sjálfstæðu tóleikarnir voru haldnir í Þorlákskirkju þann 8. maí 2000 og sóttu um tvö hundruð manns tónleikana sem fylltu Þorlákshafnarkirkju, hér má sjá blaðaúrklippu með umfjöllun um þessa fyrstu tónleika.

 
Æfingar kórsins voru haldnar endurgjaldslaust í Grunnskóla Þorlákshafnar. þann 25. ágúst 1999 urðu breytingar á stjórn kórsins. Magnþóra Kristjánsdóttir tók við ritaraembættinu og í stjórn voru kosnar Halla Kjartansdóttir og Sigríður Garðarsdóttir auk þess sem Edda Laufey og Brynja héldu áfram sem formaður og gjaldkeri, sett var á fót búninganefnd með það fyrir augum að kórinn eignaðist kórbúning til að koma fram í við hin ýmsu tækifæri. Í þeirri nefnd voru Sigrún Theodórsdóttir, Sigrún Rúnarsdóttir og Herdís Einarsdóttir.
Þann 31. ágúst 1999 var haldinn stjóranrfundur með nýjum kórstjóra, Kristínu Sigfúsdóttur, sem tók við af Önnu. Kórgjaldið þetta ár var ákveðið 4000 kr. fyrir önnina og æfingatími á mánudagskvöldum kl. 20:15.
Kórinn fór í æfingabúðir að Brautarholti, 23. október þar sem æft var stíft og síðan slakað á yfir góðum mat og skemmtun á Hestakránni. Fyrsta söngdagskrá kórsins sem greitt var fyrir var á árshátíð Ölfuss.

framhald af sögu kórsins kemur síðar......

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 523
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 165154
Samtals gestir: 47135
Tölur uppfærðar: 11.5.2021 15:37:50