Færslur: 2016 Maí

03.05.2016 19:03

Vortónleikar 2016

Þann 1. maí voru sameiginlegir tónleikar Kyrjukórsins og Lillukórsins úr Húnaþingi vestra í Þorlákskirkju. Sjá myndaalbúm hér: Myndaalbúm
Lillu kórinn var stofnaður árið 1992 að frumkvæði Ingibjargar Pálsdóttur (Lillu) sem þá var tónlistarkennari á Hvammstanga. Á þessu starfsári er kórinn skipaður 24 konum, víðsvegar úr Húnaþingi vestra. Þær koma saman á vetrarkvöldum einu sinni í viku og syngja sér til gamans.
Kórinn hefur gefið út tvo geisladiska, "Ég hylli þig Húnaþing" sem kom út árið 1999 og "Sendu mér sólskin" árið 2004. Sá seinni var gefinn út til minningar um Pétur Aðalsteinsson frá Stóru borg í Vestur Húnavatnssýslu, öll lögin eru eftir hann og einnig ljóðin.

Við þökkum Lillukórnum fyrir samstarfið og samveruna á fallegum degi og fram á kvöld :)

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 523
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 165154
Samtals gestir: 47135
Tölur uppfærðar: 11.5.2021 15:37:50