Færslur: 2012 Desember

28.12.2012 22:53

Tónar við hafið

Kyrjukórinn tók þátt í síðustu tónleikum ársins sem eru ætíð haldnir þann 28. desember, en þann dag árið 1916 fæddist Ingimundur Guðjónsson, einn af frumkvöðlum menningarlífs í Þorlákshöfn, stofnandi Söngfélagsins, organisti og drifkraftur í byggingu kirkju í þorpinu. Sonur Ingimundar, Jónas Ingimundarson píanóleikari hefur tekið þátt í að skipuleggja tónleikana og margoft tekið virkan þátt í þeim. Að þessu sinni fær hann til liðs við sig söngvarana Þóru Einarsdóttur, sópran og Gissur Pál Gissurarson, tenór, en þau munu flytja ýmis lög við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Kyrjukórinn hóf dagskrána en þá tóku Þóra og Gissur Páll við og fluttu lög úr ýmsum óperum ofl.
  • 1
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 523
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 165180
Samtals gestir: 47138
Tölur uppfærðar: 11.5.2021 16:45:50