Færslur: 2012 September

26.09.2012 12:37

Nýjar konur velkomnar

Kórinn býður allar konur velkomnar í kórinn, æfingar eru á mánudagskvöldum kl. 19:30 í 2 klst. með kaffipásu :)

Stjórnandinn okkar er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir söngkona og söngkennari með meiru. Kórinn fer árlega í æfingabúðir eina helgi, syngur á jólatónleikum ásamt því að syngja á vortónleikum. Á nokkurrra ára fresti er farið í kórferð erlendis þar sem sótt er kóramót auk þess að kanna ókunnar slóðir og njóta lífsins saman.

19.09.2012 08:50

Aðalfundur

Aðalfundur Kyrjukórsins í Þorlákshöfn verður haldinn mánudaginn 1. október kl. 18 í Þorlákskirkju. Æfing verður að loknum fundi.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Kosning formanns
  3.  Önnur mál

Stjórnin

17.09.2012 09:10

Æfingar hefjast

Nú er hauststarf kórsins að fara af stað, allar áhugasamar konur eru velkomnar í kórinn en æfingar eru á mánudagskvöldum kl. 19:30 í Þorlákskirkju.

17.09.2012 09:04

Kóramót í Ohrid

Í ágúst gerði kórinn víðreist og fór til Makedóníu, nánar tiltekið til Ohrid og tók þar þátt í kóramóti. Kyrjukórinn var eini kórinn frá norðurlöndum en flestir þátttakendur voru frá nágrannalöndum Makedóníu og Rússlandi. Ferðin var minnisstæð og skemmtileg enda landið fallegt og áhugavert að kynnast því. Myndaalbúm frá ferðinni má skoða í myndasafni. Kórarnir sem tóku þátt voru af öllum gerðum og stærðum, bæði atvinnukórar og áhugamannakórar, fólk á öllum aldri. Við getum sannarlega mælt með þessu móti fyrir alla kóra en kóramótið er haldið árlega í ágúst.
  • 1
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 523
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 165180
Samtals gestir: 47138
Tölur uppfærðar: 11.5.2021 16:45:50