Færslur: 2011 Nóvember

29.11.2011 12:58

Jólastemming og jólakort

Kórinn söng jólaprógramm á tveimur tónleikum nú í byrjun aðventu, annars vegar í Þorlákskirkju með kirkjukórnum sunnudaginn 27. nóvember og hins vegar í Heilsustofnun í Hveragerði þann 28. nóvember. Nú erum við allar komnar í jólaskap og vonum að áheyrendur hafi notið tónleikanna. 
Jólakortin okkar eru til sölu með neðangreindri mynd en 10 stk í pakka með umslagi kosta einungis 1000 kr. Nú er um að gera að hafa samband og panta sér kort í síma 844-8000.

03.11.2011 07:53

Hausttónleikar 11.11.11

Kyrjukórinn í Þorlákshöfn heldur hausttónleika í Þorlákskirkju föstudaginn
11. nóvember 2011. Tónleikarnir hefjast kl. 20:11.
Efnisskráin er fjölbreytt að vanda, en á tónleikunum mun kórinn flytja úrval af skemmtilegum dægurlögum, íslenskum og erlendum svo sem Ramóna, Vetrarsól, Smile og Sway.


Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir

Undirleikari á tónleikunum verður Helgi Már Hannesson


Aðgangseyrir er kr. 1.500

Frítt fyrir 16 ára og yngri

Eigum saman notalega kvöldstund.


Allir velkomnir!

Vinsamlega athugið að ekki verður hægt að taka við greiðslukortum.

  • 1
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 523
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 165180
Samtals gestir: 47138
Tölur uppfærðar: 11.5.2021 16:45:50