Færslur: 2011 September

07.09.2011 09:19

Gróðursetning

Sunnudaginn 28. ágúst mættu nokkrar hressar konur úr kórnum austur í Rangárvallasýslu að planta trjám til fjáröflunar fyrir kórinn. Skemmst er frá því að segja að ferðin heppnaðist vel og náðist að koma um 3200 plöntum niður. Fyrirhugað er að fara aðra ferð næsta vor til að bera áburð á svæðið. Anna formaður og Sigrún buðu okkur í dýrindis hádegisverð í bústað Sigrúnar sem er spölkorn frá gróðursetningarsvæðinu og dugðu þær kræsingar okkur sem orkugjafi það sem eftir lifði dags. Það verður auðvelt að fá hópinn í svona vinnu aftur á svæðið ef humarsúpan hennar Sigrúnar verður í boði :) 

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 523
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 165154
Samtals gestir: 47135
Tölur uppfærðar: 11.5.2021 15:37:50