Færslur: 2009 Október

21.10.2009 14:55

Jólahugur í okkur

Nú er kórinn byrjaður að æfa jóladagskrá sína en jólatónleikar Kyrjukórsins verða haldnir laugardaginn 5. desember kl. 17 í Þorlákskirkju. 

05.10.2009 18:30

Vík og Kóra-Evróvision

Tólf konur úr Kyrjukórnum lögðu land undir fót ásamt Sibbu kórstjóra og skruppu til Víkur í Mýrdal til að taka þátt í Evróvision kórakeppni laugardaginn 3. október. Skemmst er frá því að segja að ferðin tókst vel og var mikið gaman og mikið sungið en lögin sem voru á dagskrá þurftu öll að hafa verið flutt í Eurovision sönglagakeppninni. Við lögðum upp með Waterloo, Volare og Heyr mína bæn í farteskinu og gekk vel. Við þökkum skipuleggjendum fyrir okkur.
  • 1
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 523
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 165180
Samtals gestir: 47138
Tölur uppfærðar: 11.5.2021 16:45:50